146. löggjafarþing — 54. fundur,  4. apr. 2017.

lyfjastefna til ársins 2022.

372. mál
[18:02]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka svörin. Mig langar að nýta tækifærið til að varpa fram hugmynd. Hvernig tekur hæstv. ráðherra í þá hugmynd að mynda hér umboðsmann sjúklinga? Mér hefur skilst af því að tala við fólk að kerfið sé gríðarlega flókið og fólk sem er veikt á í erfiðleikum með að átta sig á nákvæmlega hvaða réttindi það hefur. Hluti af kostnaðinum er fólginn í því að það er enginn sem heldur utan um mál fólks og er málsvari þess í kerfinu, hjálpar því að greiða úr flækjum og vita nákvæmlega hvaða bætur það á rétt á út úr kerfinu. Mér dettur í hug hvort þetta væri ekki tilvalið og ætti kannski heima í stefnu, kannski ekki í þessari stefnu en í heilbrigðisstefnu, að það sé til umboðsmaður, talsmaður sjúklinga, sem getur tekið að sér mál þeirra og hjálpað þeim að finna út nákvæmlega hvaða hjálp þeir eiga rétt á að fá frá ríkinu, svo að fólk sé ekki fullri vinnu við að reyna að sækja einhver réttindi þegar það veit ekki einu sinni hver þau eru.