146. löggjafarþing — 55. fundur,  5. apr. 2017.

lengd þingfundar.

[15:02]
Horfa

Forseti (Unnur Brá Konráðsdóttir):

Forseti lítur svo á að þingfundur geti staðið lengur í dag en þingsköp kveða á um til þess að unnt sé að ljúka þeirri umræðu sem áformuð er.

Samkomulag er um fyrirkomulag umræðu um 2. dagskrármálið, fjármálaáætlun, sem verður bæði í dag og á morgun, fimmtudag. Í dag verður almenn umræða um fjármálaáætlunina í framhaldi af framsögu fjármála- og efnahagsráðherra og á morgun, fimmtudag, munu fara fram umræður um málaflokka einstakra ráðherra. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur allt að 15 mínútur til framsögu nú í upphafi og þingmenn hafa tíu mínútur hver. Andsvör eru leyfð.

Á morgun munu fagráðherrar taka þátt í umræðunni. Nánara fyrirkomulag umræðunnar á morgun verður tilkynnt við umræðuna þá.