146. löggjafarþing — 55. fundur,  5. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[17:48]
Horfa

Theodóra S. Þorsteinsdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta andsvar. Við leggjum áherslu á að auka þjónustuna og auka fjármuni í þennan málaflokk á seinni hluta kjörtímabilsins. Í fyrsta áfanga eru þær upphæðir sem hv. þingmaður nefndi, en ég vil líka leggja áherslu á varðandi öldrunarmál, hversu mikilvægar forvarnir og lýðheilsa eru í þeim málum. Við erum að sameina þjónustu og auka samvinnu við sveitarfélögin um heimaþjónustu og ýmis önnur úrræði. Það er stóra verkefnið okkar. Út frá lýðfræðilegri þróun vitum við að öldrunarmálin verða stóra málið sem við munum að sjálfsögðu leggja áherslu á.

En ég bind vonir við fjölbreyttari þjónustu, heildstætt skilgreindri þjónustu í öldrunarmálum, meiri og betri samvinnu við sveitarfélögin og meiri þunga í þessum málaflokki jafnt og þétt á þessu kjörtímabili.