146. löggjafarþing — 55. fundur,  5. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[17:56]
Horfa

Theodóra S. Þorsteinsdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Stefna Bjartrar framtíðar fyrir kosningar byggðist á því að leggja áherslu á heilbrigðismál út frá ábyrgð. Við höfum lagt gríðarlega áherslu á það hvað varðar vinnubrögð að móta heildstæða stefnu og horfa til langs tíma. Það er áhersla Bjartrar framtíðar. Það er nákvæmlega það sem við erum að gera núna, við viljum leggja áherslu á heilbrigðismálin, auka í, það er alveg klárt, en við erum líka raunsæ. Við getum ekki á örfáum mánuðum tekið vinkilbeygju eins og ég hef svo oft talað um. Við tökum ekki allt upp og breytum á einu ári. Við getum ekki breytt öllu á einu ári. Ég bind gríðarmiklar vonir við það að þegar við höfum mótað stefnu í heilbrigðismálum, sérstaklega þegar við erum komin með nýjan spítala, nýtt sjúkrahús, getum við skilgreint þjónustuna og hagrætt. Ég bind vonir við það.

Það sem við viljum gera er að auka í, gera það af ábyrgð og jafnframt horfa til langs tíma og skilgreina þjónustuna. Við viljum ekki endilega tala alltaf um að auka við ákveðið fjármagn, við viljum tala út frá þeim markmiðum og þeirri þjónustu sem við bjóðum.