146. löggjafarþing — 55. fundur,  5. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[18:00]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mig langaði að nota tækifærið og koma hérna upp, vegna þeirrar athugasemdar sem hv. þm. Svandís Svavarsdóttir var með, til að greina frá því að ráðherra varð að fara úr húsi. Hann er búinn að vera hérna allan tímann og er væntanlegur til baka. Hvort sem sú leið verður farin að bíða eftir honum eða hvað langaði mig að koma þessu á framfæri vegna þess að ég veit að það kom upp tilvik og hann þurfti að rjúka. Það eru einhverjar mínútur í hann, vonandi ekki meira.