146. löggjafarþing — 55. fundur,  5. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[18:01]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Vissulega getur komið upp sú staða að neyðartilvik geri það að verkum að maður þurfi að vera annars staðar en þar sem manns er vænst. Þá væri kannski eðlilegra að ræða það við forseta og forseti hefði gert hlé á fundi rétt á meðan ráðherra hefði sinnt þeim erindum sem hann er að sinna, sem ég veit ekki hver eru.

Hv. þm. Hanna Katrín Friðriksson kom inn á að ráðherra hefði verið hér allan tímann. Mig langar bara að segja: En ekki hvað? Það er eiginlega þyngra en tárum taki að hér hafi liðið einhverjar mínútur í umræðum um annars vegar fjármálastefnu og hins vegar fjármálaáætlun án þess að hæstv. fjármálaráðherra sæti undir þeim og tæki þátt í þeim. Ég fer fram á það við hæstv. forseta að ef von er á ráðherra í hús verði einfaldlega gert hlé á þessum fundi þar til hæstv. ráðherra kemur í hús.