146. löggjafarþing — 55. fundur,  5. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[18:03]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það er mjög óheppilegt ef hæstv. ráðherra þarf að hverfa frá umræðum. Venjan er sú að hæstv. ráðherra ræði það fyrir fram ef svo ber undir að hann þurfi að hverfa frá 1. umr. um jafn stórt og mikilvægt mál og þetta er. Það hefði verið æskilegt en í ljósi þess sem kom fram hjá hv. þingflokksformanni Viðreisnar vænti ég þess að hér verði gert hlé.