146. löggjafarþing — 55. fundur,  5. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[18:12]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég tek undir með þeim hv. þingmönnum sem hafa bent á að hér hafi verið samið um ræðutíma. Það er atriði sem skiptir alveg gríðarlega miklu máli í þessu samhengi. Þetta þýðir að einungis tveir þingmenn frá hverjum flokki geta tekið til máls við þessa umræðu. Þeir geta einungis tekið til máls einu sinni í tíu mínútur. Þetta er óskaplega stuttur tími til að ræða jafn veigamikið mál og fjármálaáætlun einnar ríkisstjórnar til fimm ára er. Þess vegna finnst mér sjálfsögð og eðlileg krafa að hér sé gert hlé á fundi meðan hæstv. fjármálaráðherra er ekki í húsi. Annars spyr maður sig: Til hvers er verið að semja um ræðutíma ef það er ekki einu sinni hægt að gera ráð fyrir að hæstv. ráðherrar (Forseti hringir.) séu á staðnum meðan sú stytta umræða á sér stað?