146. löggjafarþing — 55. fundur,  5. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[19:42]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil ekki kalla þetta svartsýni. Ég vonast í alvörunni til að þetta virki og að það gerist eitthvað. Ég kalla þetta frekar raunsæi þar sem sagan segir okkur annað.

En núna er fullt af nýjum þingmönnum og kannski hefur það einhver áhrif. En ég held að við þurfum að skoða öll þessi mál á heildstæðan hátt og gera okkur grein fyrir að það er jú munur. Spurningin er bara sú hvort einn flokkur eigi að ráða meira en hinir, sér í lagi þegar viðkomandi flokkur er ekki með hreinan meiri hluta.