146. löggjafarþing — 55. fundur,  5. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[20:01]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla ekki að nýta þetta andsvar til að þakka fyrir allt það skjall sem fram kom í ræðu hv. þingmanns, heldur til að þakka þingmönnum almennt fyrir afar málefnalega umræðu. Mér finnst hafa tekist vel til. Mér finnst sem forsætisnefnd og forystumenn þingflokka hafi komist að góðri niðurstöðu um hvernig umræða af þessu tagi geti farið fram. Mér fannst mikið gagn af að heyra ræður hv. þingmanna. Mér fundust þær málefnalegar og var afar gagnlegt fyrir mig að sitja hér og hlusta á þær. Ég segi enn og aftur: Ég hlakka til þess að hv. fjárlaganefnd vinni að málinu áfram og veit að það verður gert í náinni samvinnu við fjármálaráðuneytið og fjármálaráðherra.