146. löggjafarþing — 56. fundur,  6. apr. 2017.

framlög til nýsköpunar.

[11:05]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Ég ætla að viðurkenna það að vissulega hafa verið stóraukin framlög til rannsókna og þróunar í jafnvel mörg ár, ég er ekki að segja að við stöndum mjög illa, en ég er að reyna að samsama þetta þessum markmiðum. Ég fullyrði að 500–600 millj. kr. á fimm árum tryggi ekki á neinn hátt nýsköpun, rannsóknir og þróun á Íslandi, þaðan af síður að hafi nokkuð með þessi háleitu markmið að gera, því að í raun og veru eru þessi framlög enn undir eðlilegum viðmiðum. Þarna erum við að tala um loftslagsmarkmið, nýsköpun, iðnaðinn, nýsköpun í ferðaþjónustu, nýsköpun í landbúnaði og sjávarútvegi. Þetta kemur líka við háskólamálin. Á jarðvísindasviðinu eru tugmilljóna króna vandræði. Það er ekki hægt að ráða í prófessorsstöður, þannig að það eru ekki einungis (Forseti hringir.) sjóðirnir sem verða vanfjármagnaðir, heldur er líka öll umgjörðin, allt háskólastigið, vanfjármagnað.