146. löggjafarþing — 56. fundur,  6. apr. 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[11:26]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Mig langar að vekja athygli á því að nú hafa allir þingflokkar stjórnarandstöðunnar lýst því yfir að þeir segi nei við þessari tillögu. Hvað þýðir það? Það þýðir að stjórnmálaflokkar með rúm 90.000 atkvæði úr síðustu kosningum segja nei. Já, segja stjórnarflokkarnir. Þeir voru með rúmlega 88.000 atkvæði. Ég vil bara benda á þennan mismun, þennan lýðræðislega mismun, sem við horfum fram á í niðurstöðu þessara kosninga hér innan Alþingis. Það er ekkert að því að segja nei við þessari fjármálastefnu. Það er hægt að leggja hana aftur fram í haust meðfram fjárlögum, þá uppfærða með öllu sem vantar og með því að taka tillit til þess sem sagt hefur verið um þessa stefnu. Gerum betur.