146. löggjafarþing — 56. fundur,  6. apr. 2017.

útlendingar.

236. mál
[11:51]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Frú forseti. Breytingartillaga minni hluta allsherjar- og menntamálanefndar snýr að því að við gefum öllum einstaklingum sem sækja um alþjóðlega vernd réttláta málsmeðferð. Þetta er fyrirkomulag sem Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna mælir með, Rauði kross Íslands líka sem og Lögmannafélag Íslands. Það er óforsvaranlegt að allsherjar- og menntamálanefnd hafi ekki einu sinni litið til þessara tilmæla við afgreiðslu þessa máls. Því leggjum við til að þessi breytingartillaga minni hlutans verði samþykkt.