146. löggjafarþing — 56. fundur,  6. apr. 2017.

útlendingar.

236. mál
[11:52]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Frú forseti. Hér er verið að ræða hreina fegrunaraðgerð, það munar engu hvort við köllum það örugg ríki eða örugg upprunaríki. Staðreyndin er sú sama. Við höfum engar haldbærar heimildir fengið til þess að geta staðfest að hér sé um örugg ríki eða örugg upprunaríki að ræða, hvort heitið sem við kjósum að nota. Það sem við erum að gera með þessum lögum er að festa það í sessi að aldrei verði tekið tillit til aðstæðna hvers og eins ef þau koma frá þessum öruggu ríkjum eða öruggu upprunaríkjum, hvort sem um ræðir. Þessi atkvæðagreiðsla hér er einfaldlega um orðafarsbreytingu sem breytir engu um það hversu kaldranalegt, nískt og glatað þetta ákvæði er.