146. löggjafarþing — 57. fundur,  6. apr. 2017.

útlendingar.

236. mál
[12:03]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P):

Virðulegi forseti. Mig langar að ítreka það sem fram hefur komið í máli hv. þm. Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur um að það er með semingi sem við Píratar getum setið hjá við afgreiðslu þessa máls. Þær breytingar sem eiga sér stað eru annars vegar til góðs og hins vegar af hinu illa. Það er t.d. sorglegt að sjá hæstv. heilbrigðisráðherra greiða þessu götu miðað við það ötula starf sem hann vann á síðasta kjörtímabili við að tryggja réttindi útlendinga hér á landi.

Ég ítreka bara að við sitjum hjá en við erum alfarið á móti þeim ólögum sem verið er að setja en fögnum að sjálfsögðu því að vilji löggjafans verði núna kristalskýr fyrir augum Útlendingastofnunar.