146. löggjafarþing — 57. fundur,  6. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[14:02]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég sem sit í sögulega litlum þingflokki get vel ímyndað mér að það sé þægileg tilvera að vera hluti af hjörð, elta forystusauðinn og trúa á óskeikulleika hans.

Hér kom fram hjá hv. þm. Pawel Bartoszek að hann styddi þessa þingsályktunartillögu. Gott og vel, ég þekki nefnilega þingmenn í stjórnarliðinu sem voru í kosningabaráttu með mér í haust sem annaðhvort trúa ekki á þetta plagg eða hafa skipt algjörlega um skoðun. Því verður haldið til haga, hv. þingmenn, þegar búið er að samþykkja þetta og þið ætlið að fara út í héruðin og mjálma um að það eigi að gera þetta og hitt að þið hafið stutt plagg sem gerir ekki ráð fyrir því. Hv. þm. Njáll Trausti, vegabætur, flugsamgöngur, flughlað, skólar — sparaðu það þá í næstu kosningabaráttu.