146. löggjafarþing — 57. fundur,  6. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[14:07]
Horfa

Pawel Bartoszek (V) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Undir mörgu má sitja en ég sagði ekki, hv. þm. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, að mér þætti stjórnarandstaðan, minni hlutinn, leiðinleg. Það gerði ég ekki, ég sagði þvert á móti að mér þætti meira gagn að því að heyra sjónarmið minni hlutans vegna þess að hann væri á öndverðum meiði við þá ráðherra sem töluðu fyrir tillögunni og við sjónarmið mín. Það má svo hafa skoðun á því og hvort það sé sameiginlegur skilningur á þessu samkomulagi.

Ég játa að ég ræddi um það við minn þingflokksformanns hvort okkur bæri skylda til að taka þátt í þessum umræðum. Ef samkomulagið hefur legið fyrir hefur það a.m.k. ekki verið það skýrt að allir sem gengu að því samkomulagi hefðu sameiginlegan skilning.

En eitt skal hafa á hreinu: Ég kallaði minni hlutann ekki leiðinlegan.