146. löggjafarþing — 57. fundur,  6. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[14:43]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Já, hv. þingmaður ítrekar skoðun sína í þá veru að kalla eftir því hvar fjármunir til móttöku flóttamanna séu. Eins og ég svaraði hér í fyrra andsvari er eingöngu gert ráð fyrir fjármunum í fjárlagaramma utanríkisráðuneytisins við aðstoð á vettvangi erlendis. Ég verð að beina því til hv. þingmanns að inna félagsmálaráðherra eftir því hvernig fjármögnun á þessum þætti er. Ég hef ekki upplýsingar um fjármögnun félagsmála eða velferðarhlutans í málaflokki 29.