146. löggjafarþing — 57. fundur,  6. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[16:32]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S):

Herra forseti. Ég vona að ég komi þessu ágætlega frá mér. Hér segir, í fjárlögum 2017 voru heildarútgjöld 2.385 milljónir og árið 2018 áætlun upp á 2.923 milljónir. Þannig að ég get ekki séð að það sé niðurskurður heldur viðbót. (Gripið fram í.)

Almennt séð er stefnt að því að styrkja rekstur Gæslunnar á tímabili fjármálaáætlunar til að bregðast við minni tekjum af erlendri starfsemi. Það er 35% aukning og forgangurinn er í dómsmálin. Það er alveg rétt að Landsréttur tekur þar mikið pláss, en hann er líka þar. Nýtt dómstig er auðvitað meiri háttar ákvörðun og meiri háttar mál og skiptir gríðarlegu máli þegar kemur að réttaröryggi á Íslandi. Landsréttur er hér að fullu fjármagnaður. Það segir alveg skýrt hérna að vegna eðlis dómstóla þá þurfi að taka fram, þegar ekki er hægt að verða við óskum þeirra, að það eru ýmis verkefni sem þeir óska eftir og ekki er hægt að verða við, en málaskráin er þó inni og Landsréttur tekur til starfa næsta ár. Forgangurinn er þar. Þetta eru auknir fjármunir. Nú man ég ekki hverju ég ætlaði að (Gripið fram í.) bæta við.