146. löggjafarþing — 57. fundur,  6. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[18:54]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég held að okkur sé öllum ljóst að umhverfismál eru eitt mikilvægasta málið hjá okkur í dag. Það er líka alveg ljóst að við, sú kynslóð sem er uppi núna, erum sennilega að setja frá okkur hvað mest af mengandi efnum og ganga hvað mest á náttúruna. Það er mjög nauðsynlegt að sporna við því.

Umhverfisráðuneytið, sem var lítið og hafði ekki stór verkefni þegar það var stofnað, verður sífellt stærra og stærra og skiptir meira og meira máli í samfélagi okkar. Við erum að nýta náttúruna til þess að taka á móti öllum þeim ferðamönnum sem hingað koma. Þeir fara um allt landið. Ég er mjög ánægð með að inni í þeirri áætlun sem hér liggur fyrir skuli vera áætlanir um að vakta náttúruna, að taka stöðugt prufur og skoða það sem er að gerast, fylgjast með hvernig þessu vindur fram og hvort við göngum um of á náttúruna. Ég held að það sé mjög nauðsynlegt. Ég held að sé líka mjög nauðsynlegt að vera með landverði á þessum ferðamannastöðum. Ég vil af því tilefni spyrja (Forseti hringir.) hæstv. ráðherra hvort við gerum nóg í landvörslu.