146. löggjafarþing — 57. fundur,  6. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[19:49]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Til að halda því til haga er Alþingi ekki búið að ákveða neitt, við eigum eftir að greiða atkvæði um áætlunina og þau fjárlög sem fylgja.

Það eru þrjú atriði sem ég hef áhuga á. Nú er sagt um sveitarstjórnarmál og byggðamál að stærsta áskorunin sé þróun sjálfbærra byggða. Þá langar mig að vita: Hvað ef verkefnið tekst ekki? Hver er þröskuldurinn fyrir því hversu miklu fjármagni við hellum í eina byggð eða aðra áður en við getum sagt að þessi byggð verði ekki sjálfbær?

Í öðru lagi þá minntist hæstv. ráðherra á að styrkja lýðræðislega aðkomu í gegnum sóknaráætlun. En það vantar öll mælanleg markmið og útskýringar á því hvernig á að fara þar að og hvað á að gera.

Í þriðja lagi um samgöngumál. Ég hef mikinn áhuga á að vita hver staða Vaðlaheiðarganga er núna og á næstu árum fyrir þessa fjármálaáætlun. Fregnir berast af miður heppilegum aðstæðum eins og er. Ég hefði áhuga á að heyra hvað ráðherra hefur um það að segja.