146. löggjafarþing — 58. fundur,  24. apr. 2017.

orð heilbrigðisráðherra um einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu.

[15:11]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P):

Virðulegi forseti. Ég verð að fá að taka undir með þeim hv. ræðumönnum sem kvatt hafa sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta um afstöðu hæstv. heilbrigðisráðherra og svör hans við fjórum fyrirspurnum sem við fjórir hv. stjórnarandstöðuþingmenn bárum fram fyrir nokkrum vikum síðan. Það er grundvallaratriði í þingræðisríki að við fáum rétt og sönn og skýr svör frá hæstv. ráðherrum þegar við spyrjum. Það virðist gerast ítrekað að hæstv. ráðherrar séu ekki með nógu skýr svör. Þá þarf maður að spyrja: Til hvers er Alþingi ef við getum ekki fengið nógu skýr svör? Þýðir nei nei eða þýðir nei kannski? Ég veit ekki einu sinni hvort hæstv. heilbrigðisráðherra veit hvað nei þýðir þegar upp er staðið.