146. löggjafarþing — 58. fundur,  24. apr. 2017.

orð heilbrigðisráðherra um einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu.

[15:23]
Horfa

Einar Brynjólfsson (P):

Virðulegur forseti. Það er vont að vera hafður að ginningarfífli. Svona hljómuðu síðustu orð jómfrúrræðu minnar hér á þingi í desember, þá var reyndar verið að ræða um allt annað en einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Ég er sá sem reið á vaðið hér 23. mars þegar málefni Klíníkunnar voru til umræðu og byrjaði málflutning minn á ágætu samtali sem ég átti við hæstv. ráðherra Óttarr Proppé í desember þegar hann var enn óbreyttur þingmaður, þá vorum við að ræða um fjárlög. Hann gat ekki annað en staðfest það að hann væri sammála sjálfum sér, þ.e. þann 23. mars var hann sammála því sem hafði sagt 22. desember um að ekki yrði farið út í nánari einkarekstur. Málflutningur hans var skýr og þarna fékk ég staðfestingu. Nú sýnist mér og það er vont að upplifa það, ég vissi það ósköp vel (Forseti hringir.)að maðurinn væri í hljómsveit sem heitir HAM, en að hann gæti skipt (Forseti hringir.)svo auðveldlega um ham kemur mér því miður á óvart.