146. löggjafarþing — 58. fundur,  24. apr. 2017.

orð heilbrigðisráðherra um einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu.

[15:24]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Frú forseti. Við þingmenn getum ekki sætt okkur við það að ráðherra svari spurningum okkar með einhverju óljósi hjali. Það er óásættanlegt. Nú er komið í ljós að einkarekin sjúkrahúsþjónusta er hér á fullu og það er ágreiningur um túlkun á lögum. Ef túlkun hæstv. ráðherra er rétt þá er hér bara opinn krani úr ríkissjóði til einkarekinnar heilbrigðisþjónustu. Þannig er það vegna þess að samningarnir eru t.d. með magnaukningu þar á meðan það hallar á opinbera kerfið þegar kemur að þessum samningum. Hver er það, frú forseti, sem stýrir hér stefnunni í heilbrigðismálunum? Hver er það? Það eru þjónustuaðilarnir sjálfir sem vilja selja ríkinu þjónustu. (Forseti hringir.) Þeir skilgreina þarfirnar og fá samninginn (Forseti hringir.) greiddan úr ríkissjóði. Þetta er ekki hægt.