146. löggjafarþing — 58. fundur,  24. apr. 2017.

stytting atvinnuleysisbótatímabilsins.

[15:53]
Horfa

félags- og jafnréttismálaráðherra (Þorsteinn Víglundsson) (V):

Frú forseti. Ég vona að ég nái að halda röddinni í seinna svari.

Það er alveg ljóst að þarna er verið að tala um að nýta þá þekkingu sem …

(Forseti (UBK): Forseti mun þá að nýju gefa hæstv. ráðherra orðið fyrst svona stendur á, en bendir á að alla jafna er vatn og glas til umráða í pontunni.)

Afsakið þetta, ég veit ekki alveg hvað varð um röddina mína, hún ákvað skyndilega að yfirgefa mig.

Hér hefur byggst upp mikil þekking á úrræðum fyrir atvinnulaust fólk, bætt virkniúrræði. Það byggðist upp mikil þekking í kringum efnahagshrunið og það alvarlega atvinnuleysi sem við glímdum við þá. Vinnumálastofnun hefur verið að (Forseti hringir.) byggja upp þessa þjónustu og hugað að einstaklingsmiðaðri þjónustu fyrir þennan hóp. Það mun að sjálfsögðu verða lögð aukin áhersla á þetta og aukinn metnaður. Við teljum (Forseti hringir.) hins vegar fulla ástæðu til þess að horfa til þess, samhliða styttingu bótatímabils og auknum virkniúrræðum, (Forseti hringir.) að stilla þessum réttindum (Forseti hringir.) í hóf með hliðsjón af mjög góðu atvinnuástandi eins og nú er.