146. löggjafarþing — 58. fundur,  24. apr. 2017.

gagnsæi fjármálaáætlunar.

[16:14]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V):

Frú forseti. Þarna bendir hv. þingmaður á að við gætum haft eins konar forgangsröðun, fyrst ríkisstjórnarinnar og svo Alþingis þegar búið væri að afgreiða málin, sem segði þá að það sem kom síðast inn á listann kostaði svona mikið og næsta málefni, gæti verið nýr vegur eða nýr skóli, kostaði svona mikið.

Ég tek undir það. Mér fyndist það áhugavert og ég held að það væri gagnlegt fyrir þingmenn að hafa víðtækar upplýsingar. Ég held að í þessum málum eins og öðrum gildi að sem mestar upplýsingar eru bestar. Mér finnst þetta mjög góð ábending frá hv. þingmanni.