146. löggjafarþing — 58. fundur,  24. apr. 2017.

efling verk- og iðnnáms.

277. mál
[18:21]
Horfa

Gunnar Ingiberg Guðmundsson (P):

Virðulegi forseti. Mig langar að spyrja ráðherrann hvort hann hafi kynnt sér þingsályktunartillögu Pírata, mál nr. 421 á þskj. 554, sem í rauninni tekur á þessu vandamáli sem við eigum við í dag, að verknám á landsbyggðinni er að lognast út af með einum eða öðrum hætti, fáir nemendur og annað, lítill áhugi hjá ungu fólki að fara í verknám. Tillagan gengur einfaldlega út á að leyfa nemendum á grunnskólastigi að fara í verknám og þannig stytta verknám að einhverju leyti.

Ég ætlaði bara að athuga hvort ráðherrann hefði skoðað tillöguna eða hvort honum hugnaðist mögulega að skoða hana og hvort hann sæi sömu vandamálin og eru tíunduð í greinargerð.