146. löggjafarþing — 58. fundur,  24. apr. 2017.

efling verk- og iðnnáms.

277. mál
[18:25]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf):

Virðulegur forseti. Ég þakka fyrir þessa umræðu. Ég verð var við að skólafólk í mínu kjördæmi sem hýsir þrjá framhaldsskóla og bjóða upp á iðn- og verkmenntun hefur áhyggjur af framtíð verk- og iðnmenntunar. Þetta er kjölfesta í skólastarfinu víða þó að aðstæður séu ólíkar, m.a. vegna þess að þetta er kostnaðarsamara nám en hefðbundið bóknám. En þetta er talið mjög dýrmætt til að viðhalda bæði verklegri þekkingu heima fyrir og þekkingu til kennslu. Ég þykist vita að ráðherra hafi áhyggjur af menntuninni sem slíkri í mjög litlum einingum. En það er þessi áskorun, að viðhalda þekkingunni. Hvað hefur hann að segja um þessi sjónarmið?