146. löggjafarþing — 58. fundur,  24. apr. 2017.

fjárfestingarstefna lífeyrissjóða.

446. mál
[19:31]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég þakka góða fyrirspurn og vil gera dálitla athugasemd varðandi siðaráðið, þ.e. að mögulegt væri að ná frekar markmiðunum með gagnsæi í störfum og fjárfestingum sjóðanna.

Ég myndi vilja bæta við spurningu um krosseignatengsl og eign í samkeppnisfyrirtækjum sem við höfum áður rætt hér á þingi. Það er mjög óeðlilegt að lífeyrissjóðir eigi í öllum fyrirtækjum sem rekin eru á samkeppnisgrundvelli þannig að þeir eigi fyrirtækið og annað sem er í samkeppni við það. Það eyðileggur í rauninni markaðinn.

Að jafnaði finnst mér þetta mjög áhugaverð fyrirspurn af því að fyrir nokkrum árum kom fram mjög siðferðisleg spurning um olíusjóðinn í Noregi þegar hann fjárfesti í vopnaframleiðslu. Ég myndi alla vega ekki vilja heyra af því að lífeyririnn minn væri (Forseti hringir.) geymdur einhvers staðar í verksmiðju þar sem verið væri að framleiða vopn til þess að drepa fólk.