146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

vísun skýrslna Ríkisendurskoðunar til nefndar.

[13:31]
Horfa

Forseti (Unnur Brá Konráðsdóttir):

Með bréfi, dagsettu 24. apríl sl., hefur forseti óskað eftir því við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, samanber ákvæði 8. töluliðar 1. mgr. 13. gr. þingskapa, að hún fjalli um eftirfarandi skýrslur Ríkisendurskoðunar: um mannauðsmál ríkisins – stefnu stjórnvalda og stöðu mannauðsmála ríkisins, um mannauðsmál ríkisins – starfslok ríkisstarfsmanna, um Framkvæmdasýslu ríkisins, um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og eftirlit ríkisins, um samninga um símenntunarmiðstöðvar, um starfsmenntun á framhaldsskólastigi: skipulag og stjórnsýsla og um Ferðamálastofu, um átaksverkefni um tannlækningar fyrir börn tekjulágra forráðamanna.