146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja.

263. mál
[14:36]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef ég skil spurningu hv. þingmanns rétt telur hann að innflutningur fyrir 300 millj. kr. á ári og útflutningur sem nemur á bilinu 50–100 millj. kr. á ári sé rétt leið hjá íslenskum stjórnvöldum til að koma á framfæri mótmælum gegn drápum á borgurum í landi sem við viljum gera fríverslunarsamning við. Að viðskiptalegir samningar sem hæstv. utanríkisráðherra ber hér á borð, og glottir yfir því við hv. þingmann, að það sé leiðin til að koma á —

Virðulegur forseti. Ég vil gera athugasemdir við hegðun hv. þm. Teits Björns Einarssonar sem ygglir sig og grettir við þann þingmann sem stendur í pontu.

Til að svara spurningu hans vil ég segja sem svo að ég sé ekki að fullgilding fríverslunarsamnings sé leiðin til þess að hlúa að mannréttindum á Filippseyjum.