146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja.

263. mál
[14:48]
Horfa

Pawel Bartoszek (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er rétt að þau lágmarksmannréttindi og meira til voru í hávegum höfð í Póllandi 2003 líklegast einmitt vegna þeirrar ástæðu að það samstarf er þess eðlis að það krefur ríkisstjórnir um raunverulegar aðgerðir í þágu mannréttinda. Ég er ekki hér að halda því fram að lausnin í þessu máli sé einfaldlega að bjóða Filippseyjum í Evrópusambandið. Ég get fullyrt að það sé ótímabært skref. Ég er hins vegar einungis að benda á það að ég held að sé farsælli leið ef við ætlum að nota fríverslun i þágu þess að breiða út mannréttindi, sem ég held að það sé raunhæft og gott, þurfi að vera örlítið meira í samningum eins og þessum sem lýtur að ferðafrelsi venjulegs fólks, því að það mundi ýta betur á almenning í viðkomandi löndum örlítið meira til að krefjast þess að viðkomandi stjórnvöld beygi sig undir alþjóðasamfélagsins í þessum efnum.

Ég veit ekki hvort hv. þingmaður er sammála mér í því, ég er hins vegar á því á þessari stundu að rétt sé í öllu ljósi að samþykkja þennan samning. Ég sé ekki að við höfum þau spil á hendi sem myndu geta bætt eitthvað fyrir almenning í landinu í ljósi þess hvernig öllum málum er háttað. En ég held að upp á framtíðina að gera geti ég miðlað þeirri reynslu að pólitísk orðræða í viðkomandi ríkjum breytist töluvert þegar almenningur í landinu getur ferðast frjáls til og frá öðrum löndum, þeir geta unnið þar og stundað nám, heldur það eru einungis einhverjar vörur og peningar fái að flæða á milli. Þrýstingurinn er miklu meiri þegar þannig er.