146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

tóbaksvarnir.

431. mál
[16:19]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Óttarr Proppé) (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka andsvarið. Drög að frumvarpinu voru kynnt, birt og kallað eftir athugasemdum á vegum ráðuneytisins áður en það var lagt fram hér á þingi og bárust fjölmargar athugasemdir. Vitaskuld eins og alltaf þegar maður mælir fyrir frumvörpum á þingi þá ætlast maður til þess að frumvarpið fái þinglega meðferð. Hluti af því er meðferð þingnefndar. Það er ekki hægt að segja annað en að maður sé í eðli sínu, þó að maður mæli fyrir frumvarpi eða leggi það fram, opinn fyrir því að þingið hafi eitthvað um það að segja. Það fer vitaskuld eftir því hvaða breytingar það væru á frumvarpinu hvort þær myndu kannski hafa áhrif á afstöðu mína. En ég legg frumvarpið fram eins og ég sagði í ræðu minni í lýðheilsulegum tilgangi eins og það lítur út núna og kalla eftir því að það fái þinglega meðferð.