146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

tóbaksvarnir.

431. mál
[16:25]
Horfa

Gunnar Ingiberg Guðmundsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér skildist á ráðherranum að hann taki undir það með mér að kannski sé ekki sniðugt að auka sýnileika tóbaks, að það sé væntanlega ekki markmið laganna út af fyrir sig. En væri þá ekki sniðugt að setja sérlög um rafsígarettur þar sem þetta eru aðskildir hlutir og við viljum ekki hafa sérverslanir sem eru með tóbak og rafsígarettur á sama stað?