146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum.

432. mál
[20:15]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Óttarr Proppé) (Bf) (andsvar):

Frú forseti. Jú, ég tek undir með hv. þingmanni, ég er sammála því að almennt sé refsigleði og refsistefna ekki besta leiðin. Hins vegar er engu að síður í löggjöf hegningarlaga á Íslandi gert ráð fyrir möguleika á refsingu í formi sekta og mögulegrar fangelsisvistar við ákveðnum brotum. Þá er það svo.

Þetta frumvarp er sett fram til þess að koma í veg fyrir eða virka letjandi á dreifingu á skaðsamlegum efnum sem reynslan sýnir að tengist stundum dreifingu á öðrum ólöglegum efnum og fíkniefnum og er sett fram í því augnamiði að koma í veg fyrir skaða. Ég tek undir með þingmanninum þegar kemur að refsistefnunni og ágætri skýrslu sem þingmaðurinn vitnar til. Ég þakka umræðuna.