146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

sjúklingatrygging.

433. mál
[20:22]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Óttarr Proppé) (Bf) (andsvar):

Frú forseti. Eins og kemur fram í inngangi að greinargerðinni var gert ráð fyrir, þegar lögin tóku gildi 1. janúar 2001, að þau yrðu endurskoðuð innan fjögurra ára frá gildistöku. Það hefur ekki verið gert. Þetta frumvarp er sett fram vegna fjölgunar atvika eða ábendinga um að uppfæra þurfi sérstaklega þessi atriði. Þarna er líka aðeins tekið tillit til niðurstöðu í máli Hæstaréttar nr. 760/2015, þar sem vísað er til þessara vandræða, að mál hafi komið til dómstóla áður en stofnunin hafði tekið afstöðu til bótaskyldu. Þetta er nú fyrst og fremst hugsunin, að uppfæra lögin, ekki innan fjögurra ára en þó innan sautján ára frá gildistökunni, eins og til stóð. Það er grunnhugsunin.

Í sambandi við upplýsingaskylduna held ég að ég segi satt og rétt frá að hún sé af svipuðum toga, að það sé fyrst og fremst sett fram til skýringar og til að auka eða skilgreina rétt sjúklinga betur svo að réttarbót sé örugg.