146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

stefna og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017--2021.

434. mál
[20:35]
Horfa

félags- og jafnréttismálaráðherra (Þorsteinn Víglundsson) (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrirspurnina. Það er rétt að leitast hefur verið við að kostnaðarmeta öll verkefni sem þarna er gerð tillaga um, og tryggt um leið að fjármagn sé tiltækt til þeirra. Að sjálfsögðu. Já, ég reikna með því að þetta fjármagn eigi að dugi til. Að baki liggur mat á því hversu mikið talið er þurfa til þess að leysa verkefnin af hendi. Stutta svarið er: já.