146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

stefna og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017--2021.

434. mál
[20:36]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Frú forseti. Mig langaði einnig til þess að benda á að Öryrkjabandalag Íslands gerði margvíslegar athugasemdir við vinnslu þingsályktunartillögunnar hjá velferðarráðuneytinu. Var m.a. bent á mikilvægi þess að náið samráð yrði haft við hagsmunasamtök fatlaðs fólks og þá sérstaklega við hagsmunasamtök fatlaðra kvenna og barna þar sem samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður sérstaklega á um réttindi þessara hópa.

Mig langar til þess að spyrja hæstv. ráðherra hvort við vinnslu þingsályktunartillögunnar í ráðuneytinu hafi verið tekið tillit til margvíslegrar gagnrýni Öryrkjabandalags Íslands sem og annarra samtaka og tillögur þeirra um úrbætur. Hvernig var samráði við hagsmunasamtök fatlaðs fólks háttað?