146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

stefna og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017--2021.

434. mál
[20:37]
Horfa

félags- og jafnréttismálaráðherra (Þorsteinn Víglundsson) (V) (andsvar):

Frú forseti. Það er rétt að við vinnslu áætlunarinnar var haft samráð við fjölda aðila eins og eðlilegt er og tekið tillit til margra ábendinga sem þar komu við vinnslu, en ekki annarra eftir atvikum. Ég held að í heildina, bæði hvað varðar framkvæmdaáætlunina og þau frumvörp sem hér er verið að leggja fram um þá þjónustu við fatlaða um félagsþjónustu, þau mismununarfrumvörp sem hér eru lögð fram samtímis framkvæmdaáætlun, hafi einmitt verið haft mjög gott og mikið samráð við helstu hagsmunaaðila og unnið út frá þeirri grundvallaraðferðafræði að fatlaðir séu hafðir með í ráðum og hafi mikið um þennan málaflokk að segja.