146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna.

436. mál
[21:24]
Horfa

félags- og jafnréttismálaráðherra (Þorsteinn Víglundsson) (V) (andsvar):

Frú forseti. Það er auðvitað ekki hægt að neita því. Stutta svarið er jú. Í því felst auðvitað mismunun á grundvelli aldurs. Það tiltekna mál fellur ekki, eins og áður hefur verið nefnt, undir efni þeirra frumvarpa sem hér er rætt um, en er auðvitað eitthvað sem rétt er að þingið hugi að því hvort það vilji hafa það sem framtíðarfyrirkomulag eða ekki. Fyrir því voru á sínum tíma tilgreind efnisleg rök og rök til hagræðis í menntakerfinu. En auðvitað eru mjög gild rök líka á móti þessari mismunun, jöfnun aðgangi að menntun. Það er þingsins að taka á því.