146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.

437. mál
[21:54]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Er það ekki greinilegt veikleikamerki ríkisstjórnarsamstarfsins þegar svona mikilvægt mál, sem Viðreisn lagði mikla áherslu á í kosningabaráttunni og ratar inn í stefnuyfirlýsinguna, nýtur ekki stuðnings þeirra þingmanna sem annars standa að ríkisstjórninni? Er þetta ekki augljóst veikleikamerki? Ég vil biðja hæstv. ráðherra að svara því.

Segjum sem svo að frumvarpið falli eða nái ekki fram að ganga, væri þá ekki önnur leið að aðilar vinnumarkaðarins gætu tekið málið til sín og sagt: Ef þingið ræður ekki við þetta þá semjum við um að hafa hlutina með þessum hætti? Er það ekki líka að mörgu leyti eðlilegi farvegurinn fyrir svona mál, að það sé samið um það (Forseti hringir.) á vinnumarkaði um að nýta þetta tæki til að sjá til þess að lögin séu uppfyllt?