146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.

437. mál
[22:00]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Spurningin snerist um það hvort þetta tryggði ekki örugglega jafna stöðu innan kyns. Og til viðbótar, eru einhver vikmörk í staðlinum um það á hvaða launabili verið er að tala um? Mér þætti áhugavert að heyra hvort þetta gæti leitt til þess að upplýsingar um kaup og kjör kæmu fram í starfsauglýsingunum eins og gerist stundum annars staðar á Norðurlöndunum, að því er ég best veit. Þegar auglýst er eftir stöðunni koma fram upplýsingar um þau laun sem staðan veitir. Ef umsækjandi kemur inn í fyrirtækið og biður um launahækkun, hlýtur það að vera augljóst að vinnuveitandinn segir bara: Nei, þá værum við að brjóta jafnlaunastefnuna okkar ef við greiddum þér svo há laun. Þá væri hægt að vera á undan spurningunni um launahækkun og setja launaupplýsingarnar í atvinnuauglýsinguna.