146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.

437. mál
[23:24]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka andsvarið, sem er samt einhvern veginn andsvar við orðum hæstv. ráðherra fyrr í dag, ef ég skil það rétt. (ATG: Ég líka.) Ég notaði ekki hugtakið leiðtogi … (Gripið fram í.)— Að við séum í góðum málum? Ég sagði að við værum í góðri stöðu í jafnréttismálum og þessum tilteknu málum sem við erum að tala um. Ég stend alveg við það. Þegar litið er til allra almennra mælinga á nákvæmlega þeirri stöðu þá erum við það. Hvort það þýðir að við séum … (Gripið fram í.) — Fyrirgefðu … (Gripið fram í.) — Hvort við … (Forseti hringir.)

(Forseti (UBK): Ræðumaður í stól hefur orðið og það tíðkast ekki að vera í samtali við aðra úti í sal á meðan.)

Hvort það þýðir að við séum leiðtogar — það eru væntanlega til margar og mismunandi skilgreiningar á leiðtogahlutverki, en sú sem ég horfi helst til er að þá leiði menn, svo sem orðið felur í sér, einhvern hóp áfram, þeir feta brautina, hafa áhrif á aðra til góðs í þeim verkum. Ég trúi því að við séum í slíku hlutverki, hvort sem við veljum það eða ekki. Það er litið til okkar ef marka má fréttir af þinginu í New York á dögunum, sem ýmsir þingmenn hér hafa vitnað í og ráðherra sjálfur, þar sem margir vildu ræða við sendisveit Íslands um þessi mál. Út frá þeirri túlkun erum við í leiðtogahlutverki, að minnsta kosti þannig.