146. löggjafarþing — 60. fundur,  26. apr. 2017.

nám í myndlist fyrir fólk með þroskahömlun.

[15:25]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Að sjálfsögðu ber okkur að fylgja eftir þeim ályktunum og samþykktum sem Alþingi gerir. Það á jafnt við um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra sem og fjárlög íslenska ríkisins ár hvert. Myndlistaskólinn í Reykjavík er sjálfstæð stofnun með samning við menntamálaráðuneytið sem inniheldur væntanlega ekki greiðslur vegna þessa náms þar sem þær hafa komið til skólans eftir öðrum leiðum, úr samningi sem menntamálaráðuneytið gerði við Fjölmennt. Vandinn verður til vegna þess að einn samningsaðili ráðuneytisins treystir sér ekki lengur til að fjármagna einhverja þjónustu sem þarna hefur verið um að ræða. Þá er það úrlausnarefni okkar að leita leiða til að geta látið þetta ganga áfram. Niðurstaða í því er ekki komin. En ég ítreka það sem ég sagði áðan, til þess að við getum fundið einhverja niðurstöðu þarf fjármuni. Samningar við sjálfstæða aðila á markaði, eins og Myndlistaskólann í Reykjavík, (Forseti hringir.) og samningsgerð, heyra nú undir lög um opinber fjármál. Það er ekki sama hvernig þeir samningar eru gerðir.