146. löggjafarþing — 60. fundur,  26. apr. 2017.

sveitarstjórnarlög.

375. mál
[15:43]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Jón Gunnarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er alveg ljóst að Reykjavíkurborg hefur ákveðna sérstöðu meðal íslenskra sveitarfélaga sem birtist okkur fyrst og fremst í stærð sveitarfélagsins umfram önnur sveitarfélög. Ætli Reykjavíkurborg sé ekki hátt í það að vera með þrisvar sinnum meiri íbúafjölda en næststærsta sveitarfélagið? Ég tek undir það sem fram kom í ræðu hv. þingmanns, ég held að það sé þá eðlilegt að þeir sem þar stýra og stjórna geti tekið ákvörðun um þetta sjálfir. Ríkið leggur þar með almennan ramma til að starfa eftir sem öll sveitarfélög verða að fara eftir og þetta ákvæði hefði tekið til Reykjavíkurborgar og þessi breyting myndi hafa áhrif þeim megin. Þetta er ekki í raun neitt bann við því að Reykjavíkurborg geti fjölgað borgarfulltrúum heldur fyrst og fremst að þeir þurfa þá að bera ábyrgð á þeirri ákvörðun sjálfir.