146. löggjafarþing — 61. fundur,  2. maí 2017.

ívilnanir til nýfjárfestinga.

[14:03]
Horfa

Einar Brynjólfsson (P):

Ég þakka hæstv. ráðherra greinargott svar. Ég geri mér ósköp vel grein fyrir því að það er Umhverfisstofnunar að sjá til þess að þeir hlutir, sem hér bar á góma sérstaklega, séu í lagi. Það hindraði nú ekki hæstv. umhverfisráðherra í því að koma fram með mjög eindregna skoðun á starfsemi United Silicon, sá ágæti ráðherra fékk reyndar svolítið bágt fyrir.

Ég vil í framhaldi af þessu í seinni spurningu minni spyrja ráðherrann hvort hann og ráðuneytið muni sérstaklega styðja Umhverfisstofnun og/eða hafa eftirlit með því að Umhverfisstofnun standi í lappirnar þegar kemur að því að verksmiðja PCC á Bakka við Skjálfandaflóa hefji starfsemi sína.