146. löggjafarþing — 61. fundur,  2. maí 2017.

þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir.

438. mál
[16:12]
Horfa

félags- og jafnréttismálaráðherra (Þorsteinn Víglundsson) (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka þessa ábendingu. Að sjálfsögðu, það er andi laganna að hafa víðtækt samráð við hagsmunasamtök þegar að því kemur. Það munum við að sjálfsögðu gera við útgáfu þessara leiðbeininga líkt og hefur verið viðhaft við undirbúning á frumvarpinu og er afar mikilvægt að verði viðhaft áfram við framkvæmd laganna ef þau verða samþykkt hér. Það verður haft að leiðarljósi í vinnu ráðuneytisins í framhaldinu.