146. löggjafarþing — 61. fundur,  2. maí 2017.

þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir.

438. mál
[16:13]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra út í 21. gr. frumvarpsins sem fjallar um búsetu barna utan heimilis. Það er mjög viðkvæmt mál hvort börn eigi hreinlega að vista utan heimilis. Hér er sagt, með leyfi forseta:

„Heimilt er að útbúa sérstakt húsnæði fyrir fötluð börn með miklar þroska- og geðraskanir, enda hafi verið fullreynt að styðja barn á heimili fjölskyldu þess eða hjá annarri fjölskyldu í nærsamfélagi þess.“

Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra hver eigi að meta þetta. Er það ráðgjafateymi, sérfræðingateymið sem vísað er í í 20. gr., sem á að meta þetta, eða er það í höndum annarra? Er hægt að áfrýja þeim úrskurði að þetta hafi verið fullreynt? Ég bið ráðherrann að varpa aðeins skýrara ljósi á þessa grein.