146. löggjafarþing — 61. fundur,  2. maí 2017.

þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir.

438. mál
[16:16]
Horfa

félags- og jafnréttismálaráðherra (Þorsteinn Víglundsson) (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni góða spurningu. Svarið er stutt og laggott: Já. Að sjálfsögðu var það haft til hliðsjónar við gerð fimm ára ríkisfjármálaáætlunar að þau markmið sem þarna eru sett fram, um innleiðingu á NPA, væri fullfjármögnuð í þeirri áætlun og auðvitað afar brýnt að svo sé. Ég held að ekki sé ástæða til að hafa lengra mál um það. Svarið er já.