146. löggjafarþing — 61. fundur,  2. maí 2017.

félagsþjónusta sveitarfélaga.

439. mál
[17:55]
Horfa

félags- og jafnréttismálaráðherra (Þorsteinn Víglundsson) (V) (andsvar):

Herra forseti. Nú verð ég bara að játa að ég þekki ekki til umræðunnar hvað þetta tæknilega atriði varðar við vinnslu frumvarpsins á sínum tíma. Ég tel þetta þó einmitt vera atriði sem rétt væri að nefndin skoðaði nákvæmlega, þ.e. hvar mörkin þarna liggja á milli og hvort orðalag í ákvæði frumvarpsins sé of þröngt eða ekki. Við munum að sjálfsögðu verða nefndinni innan handar hvað þetta varðar, en ég held að þetta þurfi bara að skoðast betur í þeirri vinnu.